Menu

Innri Ró

Innri Ró – 4 vikna námskeið fyrir nnri ró á erfiðum tímum.

Vika 1 – Hugleiðsla og sjálfstal. Við lærum einfalda hugleiðslu og lærum að taka eftir innra sjálfstalinu og beina því á brautir sem eru hjálplegar fyrir okkur og færa okkur aukna ró.

Vika 2 – Sjálfsást og þakklæti. Við tengjum okkur (aftur) við það sem fyllir okkur gleði, von og traust á okkur sjálf og heiminn í kringum okkur.

Vika 3 – Rútína sem styður. Við skoðum hvað við gerum daglega og hvað við getum gert til að daglega rútínan færi okkur Innri ró og gleði. Við skoðum hvað við setjum ofan í okkur, bæði huglægt, andlegt og líkamlegt.

Vika 4 – Horft til framtíðar, saman. Við skoðum hvað okkur langar að byrja að draga inn í lífið okkar með því að skoða hvað skiptir okkur máli og ákveða þannig hvað við viljum. Við virkjum tengslanetið okkar, búum til nýtt net og komum lífinu og okkur á hreyfingu.

Þannig fer námskeiðið fram:

Uppteknir vídjófyrirlestrar í hverri viku og skemmtileg heimavinna.

Í hverri viku eru nokkur stutt vídjó sem er hægt að horfa á öll í byrjun vikunnar eða dreifa yfir vikuna.

Daglegir tölvupóstar með upplyftandi stuðningi og hvatningu til að gera hugleiðslu að daglegum vana.

Zoom hóp fundir í byrjun og lok námskeiðs fyrir kennslu og spurningar.

Litlir stuðningshópar með öðrum þátttakendum til að veita aðhald og stuðning.

Daglegur stuðningur í lokuðum Facebook hóp fyrir þá sem vilja á meðan námskeiðið stendur yfir og grúppan verður svo ennþá opin eftir að námskeiðinu líkur.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Fyrir alla sem leita að meiri innri ró.

Námskeiðið hentar jafnt konum sem körlum og ungum sem öldnum og er sett þannig upp að það sé sem einfaldast að skilja og gera efni námskeiðisins að sínu eigin og jafnframt tækninlega einfalt.

Bónusar:

Spennandi gestakennarar!

4 Yogatímar – Kundalini, Yoga Nidra, Yin og Power Flow með reyndum kennurum.

Uppskriftabók með léttum uppskriftum (bragðgott og djúsí grænmetisfæði)

4 leiddar hugleiðslur – upptökur sem þú getur hlustað á hvenær sem er og átt eftir námskeiðinu líkur.

Staðhæfingalisti í rafbókarformi.

Spotify playlisti.

Praktískar upplýsingar:

Verð 14.500

skráning: giantara@giantara.com

Ef þú vilt skipta greiðslum hafðu þá samband við giantara@giantara.com

Fyrir þá sem hafa líka áhuga á stjörnuspeki og að kynnast sér betur:

Viltu bæta við persónulegum stjörnukortalesti?

Verð 22.000 fyrir námskeiðið ásamt klukkutíma perónulegri yfirferð yfir stjörnukortið þitt með mér.